Samþykkja
Vilborg Arna Gissurardóttir
Ævintýrakona og pólfari

Vilborg Arna Gissurardóttir er íslensk ævintýrakona. Í janúar 2013 varð hún fyrsta íslenska manneskjan sem skíðaði einsömul frá ströndum Suðurskautslandsins til Suðurpólsins. Vilborg ferðaðist 1140 km til þess að komast á Suðurpólinn, en það tók hana 60 daga að ná þessum áfanga.

Árið 2014 reyndi Vilborg að klífa sjö stærstu tinda í heimi á innan við ári. Eftir 10 mánuði hafði hún klifið 6 af 7 tindum, en átti einungis eftir þann stærsta, Mount Everest. Eftir hræðilegar náttúruhamfarir, þar sem stórt snjófljóð féll og 16 sherpar létu lífið, þurfti hún að hætta við klifið.

Árið 2017 náði Vilborg markmiðum sínum er hún komst á tindinn á hæsta fjalli í heimi, Mount Everest. Með þessum áfanga varð hún fyrst íslenskra kvenna til þess að ná á tindinn. Að sjálfsögðu tók Vilborg flösku af Dropa með sér á toppinn!