Samþykkja
Ólafur Stefánsson
Fyrrum atvinnumaður í handbolta

Ólafur Stefánsson er fyrrverandi atvinnumaður í handbolta. Hann var fyrirliði íslenska landsliðsins til fjölda ára og er líklega besti handboltamaður Íslands frá upphafi.

Ólafur átti frábæran feril og vann marga stóra titla. Hann vann meistaratitil í öllum löndum sem hann spilaði í; Íslandi (5x), Þýskalandi (1x), Spáni (4x) og Danmörku (1x). Ólafur vann Meistaradeild Evrópu fjórum sinnum og EHF bikarinn tvisvar sinnum, ásamt mörgum öðrum viðurkenningum.

Eitt af stærstu afrekum Ólafs var þegar hann, sem fyrirliði landsliðsins, leiddi liðið í úrslitaleik á Ólympíuleikunum í Peking árið 2008. Þrátt fyrir að hafa tapað úrslitaleiknum gegn Frökkum er þetta talið eitt stærsta afrek í íslenskri íþróttasögu. Ólafur, ásamt öðrum í landsliðinu á þessum tíma, fengu Fálkaorðu Forseta Íslands fyrir afrekið.

Ólafur Stefánsson lagði skóna á hilluna árið2013