Samþykkja
Katrín Tanja Davíðsdóttir
Tvöfaldur heimsmeistari og atvinnumaður í Crossfit

Katrín Tanja Davíðsdóttir er atvinnumaður í Crossfit. Hún hefur sjö sinnum keppt á Heimsleikunum í greininni og unnið tvisvar, árið 2015 og 2016. Með því varð Katrín önnur konan til þess að vinna Heimsleikana tvö ár í röð á eftir annarri íslenskri, Annie Mist Þórisdóttur.

Katrín stundaði áður fimleika og frjálsar íþróttir, en byrjaði einungis í Crossfit árið 2011. Eftir að hafa keppt á Heimsleikunum í Crossfit árið 2012 og 2013 komst Katrín ekki á leikana 2014. Hún sýndi gríðarlegan andlegan styrk og karakteri með því að koma til baka og vinna leikana næstu tvö ár í röð. Katrín hefur sagt að það að hafa misst af leikunum árið 2014 var það sem ýtti á hana að koma til baka og sigra árið 2015.

Eftir að hafa unnið 2015 og 2016 hefur Katrín aldrei enda neðar en í 5 sæti á Heimsleikunum, en hún hefur lent í 5, 3 og 4 sæti síðan hún vann síðast. Það er óhætt að segja að Katrín Tanja sé ein allra stærsta stjarnan í Crossfit heiminum eftir ótrúlegan stöðugleika mörg ár í röð.

Dropi er gríðarlega stoltur styrktaraðili þessarar mögnuðu íþróttakonu, tvöfalda heimsmeistara og frábæru fyrirmyndar.