Gæði í hráefni og framleiðslu hefur alltaf verið ein af okkar meginreglum. Við kaupum þorsklifrina ferska af fiskmarkaði við Bolungarvíkurhöfn, vinnum hana án þess að sjóða og skilum eins ferskri afurð og hægt er í flösku. Vörur okkar innihalda engin viðbætt vítamín og hráefni keypt af bátum sem veiða við Vestfjarðarmið, en Vestfirðir eru skilgreindir sem stóriðjulaust svæði og veiðarnar eru sjálfbærar.
Allt vinnsluferlið á Dropa olíu er styttra en almennt þekkist í framleiðslu á þorskalýsi í heiminum. Við notum lágt hitastig, undir 42°C til þess að viðhalda eiginleikum lifrarinnar. Þá er framleiðslan háð náttúrulegum eiginleikum eins og veðri, aðstæðum á fiskimiðum og stofni Atlantshafsþorsksins. Þar sem við notum eingöngu ferska lifur getum við ekki ákveðið framleiðslu með löngum fyrirvara, þar sem veður þarf að vera hagstætt svo sjómenn nái að stunda sjóinn.
Dropi er þorskalýsi í hæsta gæðaflokki. Framleitt eingöngu úr ferskri lifur og við lágt hitastig allt framleiðsluferlið. Gæðastaðlar okkar eru samkvæmt tilskipunum Evrópusambandsins. Vestfirðir eru skilgreindir sem stóriðjulaust svæði og veiðimiðin eru sjálfbær. Alveg frá byrjun höfum við verið í samstarfi við Matís varðandi þróun og rannsóknir á vörum okkar.
Framleiðsluverksmiðja okkar gengur einungis fyrir endurnýjanlegum grænum orkugjöfum.
Rannsóknarvottorð (A Certificate of Analysis (CoA)) er skjal sem vottar að varan sem þú keyptir hefur undirgengist sérstakar rannsóknir og fylgir útgefinni vörulýsingu og gæðastöðlum.
Hæsta leyfilega magn fyrir summu af díoxín og PCB (WHO-PCDD/F-PCB-TEQ)) fyrir sjávar olíur er:
Innan Evrópusambandsins: 6.0 ng/kg
Ísland og Noregur (strangari lög): 5.0 ng/kg
True Westfjords ehf (Dropi) framleiðir undir ströngu eftirliti frá Matvælastofnun (MAST) og hefur verið með samþykkta starfstöð síðan 10/04/2014. Hægt er að sjá lista yfir allar samþykktar starfstöðvar, þar á meðal True Westfjords ehf hér.
Dropi fær rannsóknarvottorð (CoA) fyrir hverja framleiðslulotu. Þú getur séð rannsóknarniðurstöður á þinni framleiðslulotu á rekjanleikasíðu okkar.